Íslandsheimsókn 2007

Hæ,

Jæja nú er þessari heimsókn að ljúka. Ég kom fyrir viku síðan með krakkana mína og við höfum reynt að hitta sem flesta, en allt of margir verða að bíða þar til næst. Við erum búin að hafa það gott og yfivigtin er rífleg eftir íslenskar hnallþórur og ket. Við þökkum kærlega fyrir oss og Dísa er alsæl yfir því að hafa uppgötvað rækjusalat. Ég er alsæll yfir því að hafa fengið smá Ísland í æðarnar. Aldrei að vita nema maður setjist hér að síðar meir.

Við höfum tekið góðan túrista á þetta í þetta sinn. Fórum í Perluna á sýninguna þar, í laugarnar, á nokkur kaffihús og svo auðvitað í ToysRus....ehmm já eins og hinir bjánarnir.
Ég fór svo á skrall með Steina vini mínum og satt að segja varð bara pöddufullur, en Guð minn almáttugur það var gaman að bulla. Þynnkan var ekki eins fyndin.

Allir þeir sem við heimsóttum þökkum við kærlega fyrir ljúfar móttökur og þið hin sem við náðum ekki að heimsækja. Þið bara frystið kökurnar og við tökum þær næst ;)

kveðja,

Arnar Thor og erfingjarnir.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
oh eg vildi lika hitta ykkur. Tid verdid bara ad koma aftur i desember:)

Heidrun i storu epli

Vinsælar færslur